Átt þú skemmtilega sögu af kettinum þínum?

31. júlí 2018

Ef þú ert félagsmaður Kynjakatta og átt einhverja skemmtilega sögu af kettinum þínum þá máttu endilega deila henni með okkur! Okkur langar til að birta skemmtilegar kattasögur í fréttablaðinu okkar sem verður gefið út fyrir haustsýningar Kynjakatta 2018.

Ef þú lumar á sögu sendu hana þá inn á netfangið ritnefnd@kynjakettir.is og ef þú átt mynd af kisunni væri það ekki verra.

Ef okkur berast það margar sögur að ekki sé pláss fyrir allt í blaðinu ætlum við að birta sögu einu sinni í mánuði hér á vefnum okkar.