Skráning á haustsýningar Kynjakatta 2017

4. ágúst 2017

Nú styttist í haustsýningar Kynjakatta 2017, en þær verða haldnar 7. og 8. október næstkomandi. Þemað verður að þessu sinni skært og skræpótt. Skráning er nú þegar hafin og stendur til og með 7. september. Athugið að sækja þarf um ættbækur fyrir 7. sept ef þær eiga að fást afhendar fyrir sýningu. Staðsetning sýningarinnar verður að þessu sinni í Dýraríkinu í Holtagörðum en nýjir eigendur Dýraríkisins komu félaginu til bjargar í húsnæðisleitinni.

Sýningarnar verða með "hefðbundnu sniði", það er að segja ekki með sama formati og seinastu tvær sýningar.

Dómarar eru:

  • Lone Lund frá Danmörk
  • Glenn Sjöbom frá Svíþjóð
  • Valdimir Isakov frá Hvítarússlandi

Allir dómarar eru All-breed dómarar.

 

Atburðurinn á Facebook.

Við viljum síðan minna á hugmyndaleitina af næsta þema. Endilega takið þátt!