Skráningu er lokið á haustsýningar

16. september 2015

Skráningu er lokið á haustsýningar Kynjakatta 2015. Alls hafa 127 kettir verið skráðir á sýningarnar og 2 félagskettir.

Sýningar standa yfir laugardaginn 3. og sunnudaginn 4. október næstkomandi á Smáratorgi við hlið Bónus. Opið verður á sýningarnar frá kl. 10-17 báða dagana.

Þema sýninganna verður afmæli í tilefni 25 ára afmælis Kynjakatta.

Dómarar verða:
Martti Peltonen (Cat II, Cat III & Cat IV)
Anne-Gro Edstrøm (allround)
Åsa Hammerlund (Cat I & Cat II)

Miðaverð inná sýningunna er kr. 800 fyrir fullorðna og 400 kr fyrir 12 ára og yngri. Einnig er 50% afsláttur af miðaverði fyrir öryrkja, eldri borgara og gegn félagsskírteini Kynjakatta.