Skráning er hafin á vorsýningar 2015

31. janúar 2015

Skráning er opin þar til þessi tengill lokast:
,,skráningar á næstu alþjóðlegu sýningar Kynjakatta".

Vorsýningarnar í ár verða óvenju snemma, helgina 7. og 8. mars, en ákveðið var að hafa þær ekki nálægt páskunum þetta árið svo sem flestir gætu tekið þátt. Sýningin verður haldin á Smáratorgi, í húsnæðinu þar sem Sports Direct var.

Við skráningu er atkvæðagreiðsla um þema sýningarinnar og stendur valið milli:

  • Páskar (Páskaegg & páskahænur)
  • Undur hafsins
  • Gull & Silfur

Þeir sem skrá fleiri en 1 kött geta því kosið oftar en einu sinni.

Húskettir eru hjartanlega velkominir á sýningarnar og hafa Kynjakettir lækkað skráningargjöldin fyrir þá. Kynnið ykkur nánar hvað þarf að hafa í huga þegar húsköttur er skráður á sýningar Kynjakatta.

Kynnið ykkur einnig gátlista Kynjakatta fyrir sýningarnar þar sem flestum spurningum er svarað.

Athugið að lokadagur skráningar er sunnudagurinn 15. febrúar.