Jólastjarna og greni, hættulegt köttum

30. nóvember 2014

Þá er jólamánuðurinn að ganga í garð og eru margir hverjir byrjaðir að setja upp jólaskraut og seríur til að létta yfir skammdeginu.

Nokkrar tegundir planta eru vinsæl á þessu tímabili, þá kannski helst jólastjarnan og grenitréð hér á Íslandi. En eitthvað er um mistilteininn, einberjalyng, liljur og túlípana.

Eituráhrifin af jólastjörnunni og greninu eru þó frekar væg og lýsa sér með ógleði og uppköstum. Þau geta þó ekki valdið dauða.

Hinsvegar eru liljur og túlípanar mjög eitraðir, og geta leytt til dauða, það fer hinsvegar eftir magninu sem kötturinn innbyrðir.

Passið uppá að hafa þessi blóm þar sem kötturinn kemst helst ekki í, en auðvitað er bara best að vera gerviblóm svo dýrin séu ekki í neinni áhættu.