Fréttir og tilkynningar

11 ágúst 2025

Haustsýning Kynjakatta 2025

Kæru félagsmenn og aðrir kattavinir.

Nú styttist í haustsýningu Kynjakatta sem haldin verður helgina 11. og 12 október 2025. Í tilefni þess hefur verið opnað hefur fyrir skráningu á haustsýningu Kynjakatta og verður hún opinn til 11. september 2025.

Á þessari sýningu höldum við uppá 35 ára afmæli Kynjakatta sem er áfangi sem félagið náði í apríl.
 
Dómarar sýningarinnar eru:
Britta Busse (DE) getur dæmt 1, 2, 3 & 4
Riikka Turpeinen (FI) getur dæmt 1, 2 & 4
Sara Moroni (IT)  getur dæmt 1, 2, 3 & 4
 
Endilega skráið sem fyrst þar sem fyrstu 120 kettirnir komast að og fara aðrir kettir á bið eftir það.  
 
Þemað verður "Under the Sea" eða "Á hafsbotni".
 
Við tökum á móti skráningum hvort sem þið greiðið strax við skráningu eða síðar. 
Þér biðst til að greiða núna með annaðhvort:
- Millifærslu: kennitala 460490-1549 reikningsnúmer 0513-26-004062 og sendið kvittun á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
 
 
Ef ekki er greitt við skráningu þá þarf að klára það fyrir seinasta skráningardag, 11. september 2025. Endilega hafið samband við okkur gegnum This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. ef þér vantar frekari aðstoð með greiðslur.
 

Kær kveðja
Stjórn Kynjakatta

 

31 júlí 2025

Ný stjórn tekur við!

Kæru félagsmenn og aðrir kattavinir

Á aðalfundi Kattaræktarfélags Kynjakatta, sem haldinn var þan. 25þ apríl síðastliðinn, var kosið í stöðurnar formaður, tvo gjaldkera og ritara. Kjörin ný stjórn eru eftirfarandi: 

 

Formaður: Helga Karlsdóttir – Með yfir tveggja áratuga reynslu sem félagsmaður Kynjakatta og hefur hún starfað sem dómþjónn, sýningarstjóri, varaformaður og sýningarritari.

Gjaldkeri: Elín Arnardóttir – Félagsmaður Kynjakatta frá árinu 2012. Reyndur ræktandi Cornish Rex katta með IS*Eagle´s Jewel og var aðstoðar-sýningarritari á síðustu sýningu.

Gjaldkeri: Íris Ajayi – Hefur áður verið varagjaldkeri Kynjakatta í 7 ár og aðstoðar-sýningarritari. Er reyndur ræktandi Maine Coon katta hjá ræktuninni IS*Arctic North.

Ritari: Hanna María Ástvaldsdóttir - Hefur verið félagsmaður í 10 ár og aðstoðað mikið á sýningum Kynjakatta.

 

Eftir fundinn voru 2 stjórnarmeðlimir sem sögðu sig frá stjórn, vegna persónulegra aðstæðna, en það voru þær Jóna Dís sem var sýningarstjóri og Laufey Rún sem gegndi hlutverki varaformanns. Ný stjórn hefur skipað í þær stöður og voru skipuð;

 

Varaformaður: Thelma Rut Stefánsdóttir – Hefur verið í stjórn undanfarin ár sem gjaldkeri og yfirdómþjónn á síðustu sýningum.

Sýningarstjóri: Arnar Snæbjörnsson – Félagsmaður síðustu 15 ár og er ræktandi Cornish Rex hjá IS* Arnar´s.

 

Ný stjórn hefur þegar hafið störf og er tekin við af eldri stjórn. Við þökkum eldri stjórn fyrir sín störf og hlökkum til komandi tíma!

 

 

13 júlí 2025

Aðalfundur 2025

Aðalfundur Kynjakatta Kattaræktarfélags Íslands fór fram laugardaginn 26. apríl kl.13:00-15:00 á Suðurlandsbraut 30 Reykjavík. Fyrir fundinn bárust sex utankjörfundaratkvæði og 22 félagsmenn sátu aðalfundinn.

Nánar...

13 mars 2025

Aðalfundur Kynjakatta 2025

Aðalfundur Kynjakatta, Kattaræktarfélags Íslands fór fram laugardaginn 26. apríl 2025 kl. 13:00 í fundarsal Eignaumsjónar, Suðurlandsbraut 30, 108 Reykjavík.
  • Á fundinum var farið yfir starfsemi félagsins, kosið í stjórn og fjallað um margvísleg málefni sem snerta kattaræktun og velferð katta.
    22 félagsmenn mættu á fundinn og sex utankjörfundaratkvæði bárust. Kosið var í fjórar stöður í stjórn Kynjakatta. 

    Helga Karlsdóttir var kjörin formaður Kynjakatta og tekur hún við af Sigurði Ara Tryggvasyni fráfarandi formanni.

    Elín Arnardóttir og Íris Ebba Ajayi voru kjörnar sem gjaldkerar og taka þær við af Ósk Hilmarsdóttir og Thelmu Stefánsdóttir fráfarandi gjaldkerum.

    Hanna María Ástvaldsdóttir var kjörinn ritari og tekur hún við af Laufeyju Hansen fráfarandi ritara.

  • Fundargerð frá aðalfundi 2025 er komin inn á vefsíðuna, https://kynjakettir.is/felagid/adalfundir-felagsins

Við þökkum fyrir góðan fund og vonum að þið hafið það gott í sumar :-) 

Bestu kveðjur, stjórnin

9 febrúar 2025

Vorsýningar Kynjakatta 2025

Kæru félagsmenn og aðrir kattavinir.

Nú er búið að loka fyrir skráningu á vorsýningarnar okkar sem verða haldnar 8. og 9. mars 2025 í Reiðhöllinni í Víðidal og búið að skrá rúmalega 160 ketti sem gerir þetta fyrstu fjögurra dómara sýningarnar okkar síðan haustsýningarnar 2008 voru haldnar í skugga bankahruns.
Rétt er að minna á gátlistan okkar og undirbúning fyrir sýningar en sérstaklega þarf að passa upp á að bólusetning sé í gildi og ekki yngri en 15 daga þann 8.mars.

Viljum einnig minna ræktendur sem ætla að koma með dýr sem ekki er búið að sækja um ættbók fyrir að gera það sem fyrst.

Búið er að stofna kröfur í heimabanka fyrir félagsgjöldum árið 2025. Við minnum á að þau sem ætla að taka þátt í sýningunni verða að hafa greitt félagsgjaldið.

Dómarar á vorsýningum verða:

Alexey Shchukin frá Hollandi, All breed
Jørgen Billing frá Danmörku, All breed
Lone Lund frá Danmörku, All breed
Thea Friškovec-Keller frá Sviss, All breed



Eins og vanalega mun vanta fólk í að setja upp sýningarnar, taka allt niður eftir þær og einnig vantar yfirleitt einhverja dómþjóna þannig að endilega vera í sambandi þegar nær dregur ef þið getið hjálpað til því margar hendur vinna létt verk.

Kær kveðja
Stjórn Kynjakatta