Reglur um stigahæstu ketti ársins

Eftirfarandi reglur voru samþykktar á framhaldsaðalfundi þann 28. febrúar 2010. Verðlaunin eru veitt á aðalfundi félagsins eða árshátið ár hvert.

Kynjaköttur ársins

Að loknum öllum sýningum ársins eru stigahæstu kettirnir innan hvers tegundaflokks verðlaunaðir. Sá köttur sem hlýtur flest samanlögð stig á sýningum ársins hlýtur titilinn Kynjaköttur ársins.

Ef tveir eða fleiri kettir eru jafnir að stigum, skal telja hve marga ketti þeir sigruðu í keppninni um Best in Show (BIS) í sínum flokki. Sá köttur sem sigraði flesta ketti vinnur. Verðlaunin eru veitt við sérstaka verðlaunaafhendingu.

Húsköttur ársins

Að loknum öllum sýningum ársins eru stigahæstu húskettirnir verðlaunaðir. Stigahæsti fressköttur og stigahæsta læða fá verðlaun. Sá köttur sem hlýtur flest samanlögð stig á sýningum ársins hlýtur titilinn Húsköttur ársins.

Ef tveir eða fleiri kettir eru jafnir að stigum, skal telja hve marga ketti þeir sigruðu í keppninni um titilinn "Besta húskatta fress" eða "Besta húskatta læða". Sá köttur sem sigraði flesta ketti vinnur. Verðlaunin eru veitt við sérstaka verðlaunaafhendingu.

Besti köttur sýningar í hverjum tegunda- og sýningarflokki

BIS Kettlingur - 30 stig*
Besti kettlingur 3-6 mán. (í flokki 12) í hverjum tegundaflokki.

BIS Ungdýr - 30 stig*
Besta ungdýr 6-10 mán. (í flokki 11) í hverjum tegundaflokki.

BIS Geldur fress - 30 stig*
Besti geldi fress 10 mánaða og eldri (í flokki 10,8,6,4,2) í hverjum tegundarflokki.

BIS Geld læða - 30 stig*
Besta gelda læðan 10 mánaða og eldri (í flokki 10,8,6,4,2) í hverjum tegundarflokki.

BIS Ógeldur fress - 30 stig*
Besti ógeldi fress 10 mánaða og eldri (í flokki 9,7,5,3,1) í hverjum tegundarflokki.

BIS Ógeld læða - 30 stig*
Besta ógelda læðan 10 mánaða og eldri (í flokki 9,7,5,3,1) í hverjum tegundarflokki.

*Ef köttur sigrar 1 kött í keppni um BIS fær hann 5 aukastig.
*Ef köttur sigrar 2 ketti í keppni um BIS fær hann 10 aukastig.
*Ef köttur sigrar 3 ketti eða fleiri í keppni um BIS fær hann 15 aukastig.

Skýring: Stigin eru ekki lögð saman, köttur sem er með EX1, NOM og BIS fær 70 stig, en ekki 140. Ef ræktendur eru með jafn mörg stig eru borin saman stig sama fjöld katta ásamt samkeppni. T.d. ef ræktandi A sýnir 7 ketti, en ræktandi B 6 ketti, þá eru stig 6 efstu katta borin saman. Ef þeir eru ennþá jafnir er samkeppnin skoðuð og kettir þess ræktanda sem hafa unnið fleiri ketti sigrar. Ef ræktendur eru enn jafnir að stigum og samkeppnin var jöfn sigra þeir báðir.

Stigahæsta ræktunarlæðan og stigahæsta ræktunarfressið í hverjum tegundaflokki.

Að loknum öllum sýningum ársins eru stigahæsta ræktunarlæðan og stigahæsta ræktunarfressið í hverjum tegundaflokki verðlaunuð.

Þeir kettir, bæði geldir og ógeldir, sem eiga 3 afkvæmi eða fleiri á sýningu taka þátt í þessari keppni (kettirnir þurfa að vera sjálfir á sýningu til að taka þátt).

Reiknað er út meðaltal stiga fyrir 3 stigahæstu afkvæmin, sömu stig eru notuð og fyrir stigahæsta ræktandann. Ef tveir kettir eða fleiri eru jafnir að stigum er samkeppnin skoðuð og þeir kettir sem hafa unnið fleiri ketti sigrar. Ef ræktunarkettir eru enn jafnir að stigum og samkeppnin var jöfn sigra þeir báðir.

Stigahæsti öldungur ársins

Að loknum öllum sýningum ársins er stigahæsti öldungur, 7 ára eða eldri, verðlaunaður. Einn köttur hlýtur þessi verðlaun, óháð tegundaflokki. Kettir 7 ára og eldri í öllum tegundaflokkum keppa hver við annan um þessi verðlaun.

Sama stigakerfi er notað við útreikning eins og fyrir stigahæsta kött ársins. Ef tveir öldungar eða fleiri eru jafnir að stigum er samkeppnin skoðuð og þeir kettir sem hafa unnið fleiri öldunga sigrar. Ef öldungar eru enn jafnir að stigum og samkeppnin var jöfn sigra báðir.