Haustsýningar 2020

7. september 2020

Stjórn Kynjakatta hefur ákveðið að halda haustsýningar en með fyrirvara um næga þáttöku. Búið er að opna fyrir skráningu.
Sýningarnar verða haldnar í anddyri reiðhallarinnar í Víðidal eins og í fyrra og viljum við benda á breyttar dagsetningar sýninganna en þær verða 24.og 25.okt.

Sýningarnar verða með breyttu sniði vegna COVID-19 en til að tryggja öryggi sýnenda og starfsfólks sýninga munum við taka eftirfarandi varúðarráðstafanir:
Engir gestir verða og takmarkað einn einstakling með kött. Undanþágu þarf að samþykkja af stjórn.
Grímuskilda og virða þarf 1 metra regluna milli einstaklinga sem ekki eiga í nánum samskiptum.
Dómþjónar munu sjá um að færa ketti til og frá dómurum og dómaraborð afgirt.
Möguleiki er að aðlaga sýningar enn frekar ef næg þátttaka næst en það verður þá kynnt síðar.

Á þessu ári er 30 ára afmæli Kynjakatta, Kattaræktarfélagisins á Íslandi og í tilefni þess langar okkur að bjóða félagsmönnum 30% afslátt af sýningargjöldum.

Dómarar að þessu sinni eru okkar eigin Íslensku dómarar

Aliosha Romero, allround dómari
Marteinn Tausen, allround dómari

Þemað er perlur og gull.
Skráningarfrestur er til og með 2.okt.