Vorsýningar 2022

12. janúar 2022

Vorsýningar 2022
Vorsýningar Kynjakatta verða 12. og 13. mars í reiðhöllinni í Víðidal og með svipuðu sniði og var í haust og reyndist vel.
Þemað verður "Winter Wonderland"
Opnað hefur verið fyrir skráningu á sýningarnar og opið til og með 12. febrúar eða þangað til 120 kettir hafa verið skráðir

Gátlisti fyrir sýningar.

Skráning á sýningu.

Athugið að það verður grímuskylda á sýningunum eins og síðast og það kemur í ljós síðar hvort að við munum geta haft opið fyrir gesti eða ekki og þá í hvaða formi.

Vegna ástandsins í þjóðfélaginu vegna COVID-19 þá munum við þurfa að aðlaga sýningahald að gildandi reglum um sóttvarnir til að tryggja öryggi sýnenda og starfsfólks sýninga. Eins og staðan er núna þá verður að:
* Takmarka fjölda eða loka á gesti á sýningunni
* Allir skulu bera grímur og halda 1 metra fjarlægð milli einstaklinga sem ekki eru í nánum tengslum
* Takmarka niður í 1 sýnenda per kött ef hægt er(endilega hafið samband ef þið þurfið undanþágu)
* Dómþjónar bera kettina upp í dóm og takmarkað aðgengi að dómurum


Dómarar verða:

Anne Paloluoma       1, 2, 3, 4C
Laura Scholten         all breed
Martti Peltonen          1B, 2, 3, 4