Aðalfundur Kynjakatta 2019 Stutt ágrip

30. apríl 2019


Aðalfundurinn var haldinn laugardaginn 27.apríl síðast liðinn í salnum á móts við dýraspítala Garðabæjar.

Mál þessi voru tekin til meðferðar á aðalfundi:
1. Nefndir gerðu grein fyrir störfum sínum.
2. Ræktunarráð gerði grein fyrir störfum sínum.
3. Stjórn félagsins gerði grein fyrir störfum sínum.
4. Stjórn félagsins lagði fram endurskoðaða reikninga félagsins.
5. Ákvörðun félagsgjalda. Óbreytt
6. Lagabreytingar. Það má sjá kynningu á lagabreytingunum hér en þær voru allar samþykktar á fundinum.
7. Kosningar til stjórnar, að þessu sinni formaður, ritari og gjaldkeri og hlutu þau öll löglega kosningu samkv. lögum Kynjakatta.
    Sjá kynningu á frambjóðendum.
8. Kosningar í embætti tveggja félagslegra skoðunarmanna og eins til vara. Óbreytt.
9. Kosning þriggja félagsmanna í aganefnd og tveggja til vara. Tveir nýjir komu inn í hópinn í stað Birnu sem er í stjórn og Jóns sem ekki hafði kjörgengi á fundinum. Sjá hér.
10. Önnur mál.

Fundargerð kemur inn síðar með frekari upplýsingum.

Kveðja
Stjórn Kynjakatta