Aðalfundur Kynjakatta 2019

26. mars 2019


Aðalfundurinn verður haldinn 27.apríl næstkomandi í salnum á móts við dýraspítala Garðabæjar,tímasetning kemur síðar

Mál þessi skulu tekin til meðferðar á aðalfundi:
1. Nefndir gera grein fyrir störfum sínum.
2. Ræktunarráð gerir grein fyrir störfum sínum.
3. Stjórn félagsins gerir grein fyrir störfum sínum.
4. Stjórn félagsins leggur fram endurskoðaða reikninga félagsins.
5. Ákvörðun félagsgjalda.
6. Lagabreytingar. Það má sjá kynningu á lagabreytingunum hér en aðeins verður hægt að kjósa um þær á fundinum þar sem þær gætu tekið breytingum fyrir kosningu.
7. Kosningar til stjórnar, að þessu sinni formaður, ritari og gjaldkeri.
    Sjá kynningu á frambjóðendum.
8. Kosningar í embætti tveggja félagslegra skoðunarmanna og eins til vara.
9. Kosning þriggja félagsmanna í aganefnd og tveggja til vara.
10. Önnur mál.

Þeir sem vilja og þurfa að kjósa utan kjörstaðar í stjórn félagsins verða að senda póst á stjorn@kynjakettir.is og óska eftir því.

Kveðja
Stjórn Kynjakatta