Kattasýning um helgina

9. mars 2018

Vorsýningar Kynjakatta verða haldnar nú um helgina í húsnæði Officera klúbbsins, Grænásbraut 619, 262 Reykjanesbæ.

Sýningarnar verða opnar almenningi frá 10-16 báða dagana.

Miðaverð inn á sýningarnar er kr. 800 fyrir fullorðna og kr. 400 fyrir 12 ára og yngri. 50% afsláttur er veittur af miðaverði fyrir öryrkja, eldri borgara og gegn félagsskírteini Kynjakatta.

Þema sýninganna er að þessu sinni röndótt og dómarar eru:

  • Leslie van Grebst, frá Danmörku, Cat. 1, 2, 3 & 4
  • Anne Paloluoma, frá Finnlandi, Cat. 1, 2, 3 & 4c
  • Malin Sundqvist, frá Svíþjóð, Cat. 1 & 2

 

Viðburðurinn á Facebook.